Færsluflokkur: Bloggar

Lækkun matarskatts og óánægja stjórnarandstöðunnar !

Eins og allir vita var virðisaukaskattur lækkaður á mætvælum þann 1.mars síðastliðinn. Það hlýtur að teljast fagnaðarefni þegar skattar eru lækkaðir og enn betra þegar skattar eru lækkaðir af matvælum því það liggur í augum uppi að þannig skattalækkun mun skila sér inná  öll heimili landsins í bættum kjörum.

Afstaða stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega afstaða þingflokksformanns Samfylkingarinnar kemur mér mikið á óvart - kannski ekki rétt að segja að hún komi mér á óvar - en er að mínu mati algerlega óþolandi. 

Það er einhvernveginn þannig að Samfylkingin finnur öllu því til foráttu sem að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn koma áleiðis í sinni vinnu á Alþingi, þrátt fyrir að aðgerðir þeirra komi til með að skila sér í bættum kjörum til allra landsmanna.

Menn verða að hafa það í sér að hrósa því sem vel er gert, burt séð frá því hvort þeir séu í stjórnarandstöðu eða ekki - það er óþolandi að finna öllum þessum kjarabótum allt til foráttu þrátt fyrir að menn séu ekki stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.

 


Hasar í Danmörku

Mótmæli ungmenna í Danmörku

Það er forvitnilegt að fylgjast með fréttum þessa stundina. Óeirðirnar í Danmörku er miklar og dönsku ungmennin fara fram af þvílíkri hörku.  Maður skilur í raun ekki allveg hvað það þarf lítið til þess að svona ólæti brjótist út - eða er þetta kannski ekki "lítil" áðstæða ?

Danska lögreglan virðist vera vel í stakk búinn til þess að takast á við þessi "vandræði", enda vitað að þar fer vel þjálfuð lögregla á ferðinni.  Aðgerðaplan lögreglunnar við að rýma húsið gekk allveg upp að þeirra sögn - en eftirköstin hafa líklega verið mun meiri en þeir gerðu ráð fyrir - enda kannski ekki hægt að gera sér í hugarlund fyrirfram hverjar afleiðingarnar af þessum aðgerðum yrðu.

Hvað ætli myndi heyrast hérna á klakanum ef að lögreglan hér starfaði á jafn áhrifaríkan og kraftmikinn hátt og danska lögreglan ???


« Fyrri síða

Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband