Færsluflokkur: Bloggar
8.6.2007 | 00:15
Emma í eurovision
Það er nokkuð ljóst að við sendum rangan aðila út í eurovision þetta árið....hér sjáið þið Emmu dóttur mína taka eurovision lagið og rúlla því upp.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2007 | 23:54
Eyjólfur
Það liggur ljóst fyrir að Eyjólfur Sverrisson er í vandræðum með landsliðið okkar í knattspyrnu.
Á að reka hann ? Á að láta hann halda áfram ?
Samkvæmt viðtali við hann er hann hvergi banginn og ætlar sér greinilega að halda áfram að "byggja" upp íslenska liðið.....er hann rétti maðurinn í það ?
Eyjólfur....væri ekki rétt að setjast niður, hugsa málið og ákveða svo hvort grundvöllur sé að halda áfram eða ekki....
Haldi Eyjólfur áfram og stjórn KSÍ styðji hann - þá er alger skylda okkar að leyfa honum að vinna vinnuna sína í friði fyrir ásökunum og djöfulgang.
Forsetinn segir: Eyjólfur segðu upp - þinn tími mun koma !
Eyjólfur: Ég á mikið verk óunnið með þetta lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2007 | 08:50
Ísland 1 - Dvergríkið Liechtenstein 1
Hvað veldur því að við förum aftur og aftur á knattspyrnuleiki hjá landsliðinu okkar - verðum alltaf fyrir vonbrigðum - en mætum alltaf aftur á leikinn ? Hættur að skilja þetta.....
Er ekki kominn tími á þjálfaraskipti ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 22:48
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Ég var einn af þeim sem að fylgdistg með baráttu Ástu Lovísu við illvígan sjúkdóm sinn.
Hún greip athygli mína þegar ég las viðtal við hana í DV þar sem hún sagði frá sjúkdómi sínum. Eftir að hafa lesið viðtalið vakti hún mig til umhugsunar þar sem að ég á við sama sjúkdóm að etja og hún atti við þ.e.a.s. ristilsjúkdóm. Það var eins og einhver hefði pikkað í mig og rekið mig í nánari skoðun eftir lestur greinarinnar - því greinin "Ásta Lovísa" kenndi mér að vera ekki kærulaus gagnvart sjúkdómi mínum. Það er skemmst frá því að segja að við þá skoðun fundust breytingar á heilsu minni sem hefðu getað leitt yfir í krabbamein hefði ekki verið gripið inní undir eins. Ég hef því eftir þetta sagt að Ásta Lovísa heitin hafi í raun bjargað lífi mínu. Ég setti mig í samband við Ástu Lovísu og þakkaði henni fyrir það sem hún hafði gert fyrir mig - ókunnug kona sem ég hafði aldrei hitt. Hún gaf sér tíma til þess að svara mér - og í því bréfi kenndi hún mér margt um það hvernig á að lifa lífinu á réttan og jákvæðan hátt. Þetta bréf mun ég geyma og kíkja á til þess að minna mig á hvað það er sem að skiptir mestu máli í þessu jarðneska lífi okkar.
Annan eins styrk og þessi kona hafði hef ég ekki kynnst - styrkurinn og einlægning var engu lík.
Ég votta börnum hennar og fjölskyldu samúðarkveðjur.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2007 | 00:15
Formaðurinn meistari.....
Formaður Urriðans....handboltastrákurinn Dagur Sigurðsson varð í dag meistari í Austurríki með liði sínu Bregenz....Dagur er spilandi þjálfari hjá liðinu og hefur stýrt því til sigurs í deildinni þar ytra síðustu fjörgur ár....þvílíkur árangur....
Dagur....Innilega til hamingju með þetta - nú gera þeir brons styttu af þér.....hlakka til að fá kallinn heim.....enda kominn tími til...
Nonni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 10:21
Portshmouth fellur úr úrvalsdeildinni ?
Hermann Hreiðarsson er gengin í raðir Portshmouth....Hermann sem er frábær knattspyrnumaður er með þann vafasama heiður að hafa fallið með öllum þeim liðum sem hann hefur spilað með í ensku úrvalsdeildinni....Núna liggur leið hans til Portsmouth þannig að tölfræðin segir okkur að Portsmouth eigi ekki nema 2-3 ár max eftir í úrvalsdeildinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 23:04
Thoroddsen is clean.....
Já nú er það endanlega komið í ljós....Vinur minn Thoroddsen hefur endanlega fengið að vita það að hann er laus við djöfulinn sem hann er búinn að draga undanfarin ár....Krabbameinið.
Ég brosi...ég fæ gæsahúð....það að fá svona fréttir af einum af sínum allra bestu vinum er gulls ígildi...
Nú tekur við endurhæfing og ekki líður á löngu þar til Litli maðurinn eins og við köllum hann - verði farinn að fljúga á nýjan leik.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 18:06
Til hamingju Óskar Til hamingju Markús
Þá er HSÍ hófinu lokið - maður hefur nú tekið nokkrar sveiflurnar þar í gegnum tíðina...en nú eru aðrir teknir við - yngri og kraftmeiri menn
Hefði svo sannarlega vilja vera þarna í gær þegar vinir mínir Óskar Bjarni og Markús Máni fengu sín verðlaun...sem þeir báðir eiga svo sannarlega skilið.
Óskar Bjarni er ótæmandi brunnur um handknattleik - leggur sig alltaf 190% fram og er Valsari í húð og hár....
Markús Máni er elmóðurinn uppmálaður - endalaust til í að leggja á sig - endalaust til í að æfa. Þvílíkur íþróttamaður þar á ferðinni - kannski ekki skrýtið þar sem að ég tók þátt í að ala kauða upp í 7 ár...og kalla hann alltaf "son minn"
Innilega til hamingju strákar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 21:35
Umferðaröryggi
Tveir bílar fóru út af í dag í Árnessýslu...báðir lenda ofaní skurð !
Ein af ástæðum þess að við þurfum alltaf að búa við alvarleg umferðarslys er umhverfi vega. Öruggir vegir verða hafa umhverfi sem er hannað með umferðaröryggi í huga - hvað er í kringum vegina með tilliti til þess að bílar skjótist þar útaf...
Mikið hefur verið fjallað um tvöföldun Suðulandsvegar og Vesturlandsvegar og er ég því sammála að þar þurfi vegirnir að vera tvöfaldir...en við verðum einnig að huga að öðrum öryggisþáttum sem vilja oft gleymast í allri umræðunni um tvöföldun vega.
Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sem hafnaði ofan í skurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 20:14
Öryggismiðstöðin og Lalli Johns....
Lalli Johns og Öryggismiðstöðin hafa tekið saman höndum við að verja landann við innbrotum síbrotamanna ???????
Hljómar svipað og Steingrímur Njálsson væri að fara opna einkarekinn leikskóla í samvinnu við Barnaverndunarnefnd....
Hvað eru forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar að hugsa ?????
Ég er hneykslaður.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Forsetaspjall
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar