Hraðamælingar lögreglu - má lögreglan vera í felum ?

Það er oft spurt hvort lögreglan megi eða megi ekki vera í felum við hraðamælingar. Í dag birtist svar við þessu á Vísindavefnum - greinagott og hárrétt svar að mínu mati.

Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:

Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?

Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í hvívetna, ekki síst þegar verið er að sinna skyldustörfum. Þetta er meginregla sem á við um öll störf sem fela í sér einhverskonar eftirlit, hvort sem um er að ræða leikskólakennara eða fangavörð.

Um starfsemi og reglur lögreglumanna gilda almenn lög, hin svokölluðu lögreglulög, nr. 90 frá árinu 1996. Þetta eru nokkuð almennt orðuð ákvæði og eru þá frekar almennar vísireglur en skýrt skorðaðar reglur um hvert og eitt atvik sem lögreglan þarf að fást við. Almennustu vísireglurnar um skyldur lögreglumanna er að finna í III. kafla þessara laga, nánar tiltekið 13. gr., og segir þar meðal annars í 1. mgr.: „Handhafa lögregluvalds ber að sýna árvekni í starfi sínu og kunna glögg skil á skyldum sínum og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.“

Samkvæmt almennum lögum um lögreglusamþykktir nr. 36 frá árinu 1988 skulu settar lögreglusamþykktir fyrir sveitarfélög hér á landi. Ekki er beinlínis kveðið á um starfsreglur lögreglumanna heldur um þá hluti sem lögreglunni er heimilt að hafa afskipti af til að viðhalda almennu velsæmi og allsherjarreglu.

Á sviði löggæslu, eins og á öðrum sviðum í atvinnulífinu, myndast venjur og starfshættir sem eru ekki bundnir í lögum eða reglugerðum heldur almennt viðurkenndar venjur sem geta verið jafnréttháar lögum og jafnvel þokað settum lögum ef því er að skipta.

Lögreglumönnum eru ekki lagðar neinar sérstakar línur um hvernig þeir eigi að haga hraðamælingum. Þeim er gefinn upp staður sem þeir eiga að fara á til að hraðamæla og fylgjast með umferðinni. Hinsvegar má ætla að tilhögun gatnaframkvæmda, alla vega innanbæjar, auðveldi lögreglumönnum ekki þetta starf. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir lögreglumanna um að gert sé ráð fyrir að þeir geti athafnað sig við stórar umferðargötur innanbæjar sem annarstaðar hefur þeim ekki orðið að ósk sinni, þannig að oft getur litið út fyrir að verið sé að reyna að fela lögreglutækin. Í flestum tilvikum er það ekki raunin, enda er eins og áður var sagt ekki gert ráð fyrir lögreglutækjum við akbrautir.

Yfirlögregluþjónar gefa fyrirmæli til lögreglumanna, senda þá út í löggæslu og segja þeim hvert skuli fara og hvað skuli gera. Meginregla hjá yfirlögregluþjónum við embætti lögreglunnar í Reykjavík er að hvetja lögreglumenn til að vera sýnilegir við störf, til dæmis til að hindra of hraðan akstur, en forvarnir eru er hluti af löggæslunni.

Lögreglumönnum er því ekki bannað að „fela“ sig við löggæslustörf en það er heldur ekkert sem leyfir þeim það beinlínis. Miðað við þær sorglegu fréttir sem berast ár hvert um banaslys í umferðinni sem oft má rekja til ógætilegs hraðaksturs má ætla að það geti verið árangursríkt að gera sem mest af því að stoppa og sekta bensínglaða ökumenn og reyna þannig að hafa áhrif á aksturslag þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 362

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband