Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin

Ég var einn af þeim sem að fylgdistg með baráttu Ástu Lovísu við illvígan sjúkdóm sinn.

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir.

Hún greip athygli mína þegar ég las viðtal við hana í DV þar sem hún sagði frá sjúkdómi sínum. Eftir að hafa lesið viðtalið vakti hún mig til umhugsunar þar sem að ég á við sama sjúkdóm að etja og hún atti við þ.e.a.s. ristilsjúkdóm. Það var eins og einhver hefði pikkað í mig og rekið mig í nánari skoðun eftir lestur greinarinnar - því greinin "Ásta Lovísa" kenndi mér að vera ekki kærulaus gagnvart sjúkdómi mínum. Það er skemmst frá því að segja að við þá skoðun fundust breytingar á heilsu minni sem hefðu getað leitt yfir í krabbamein hefði ekki verið gripið inní undir eins. Ég hef því eftir þetta sagt að Ásta Lovísa heitin hafi í raun bjargað lífi mínu. Ég setti mig í samband við Ástu Lovísu og þakkaði henni fyrir það sem hún hafði gert fyrir mig - ókunnug kona sem ég hafði aldrei hitt. Hún gaf sér tíma til þess að svara mér - og í því bréfi kenndi hún mér margt um það hvernig á að lifa lífinu á réttan og jákvæðan hátt. Þetta bréf mun ég geyma og kíkja á til þess að minna mig á hvað það er sem að skiptir mestu máli í þessu jarðneska lífi okkar.

Annan eins styrk og þessi kona hafði hef ég ekki kynnst - styrkurinn og einlægning var engu lík.

Ég votta börnum hennar og fjölskyldu samúðarkveðjur.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Örn Ólafsson

Hún Ásta, vinkona okkar hjóna, er engum lík. Þú ert ekki sá eini sem hún hefur bjargað með sama vandamál. Hef heyrt af fleiri tilfellum. Sjáumst sprækir í sumar að Hlíðarenda.

Davíð Örn Ólafsson, 30.5.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Davíð Örn Ólafsson

Verð að leiðrétta smá, hún var engum lík

Davíð Örn Ólafsson, 30.5.2007 kl. 23:09

3 identicon

sæll, má ég spyrja þig .. hvað heitir þessi tiltekni ristilsjúkdómur ?

kveðja, Vala 

Vala (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Jón Forseti

Colitis Ulcerosa

Jón Forseti, 6.6.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband