30.5.2007 | 22:48
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Ég var einn af þeim sem að fylgdistg með baráttu Ástu Lovísu við illvígan sjúkdóm sinn.
Hún greip athygli mína þegar ég las viðtal við hana í DV þar sem hún sagði frá sjúkdómi sínum. Eftir að hafa lesið viðtalið vakti hún mig til umhugsunar þar sem að ég á við sama sjúkdóm að etja og hún atti við þ.e.a.s. ristilsjúkdóm. Það var eins og einhver hefði pikkað í mig og rekið mig í nánari skoðun eftir lestur greinarinnar - því greinin "Ásta Lovísa" kenndi mér að vera ekki kærulaus gagnvart sjúkdómi mínum. Það er skemmst frá því að segja að við þá skoðun fundust breytingar á heilsu minni sem hefðu getað leitt yfir í krabbamein hefði ekki verið gripið inní undir eins. Ég hef því eftir þetta sagt að Ásta Lovísa heitin hafi í raun bjargað lífi mínu. Ég setti mig í samband við Ástu Lovísu og þakkaði henni fyrir það sem hún hafði gert fyrir mig - ókunnug kona sem ég hafði aldrei hitt. Hún gaf sér tíma til þess að svara mér - og í því bréfi kenndi hún mér margt um það hvernig á að lifa lífinu á réttan og jákvæðan hátt. Þetta bréf mun ég geyma og kíkja á til þess að minna mig á hvað það er sem að skiptir mestu máli í þessu jarðneska lífi okkar.
Annan eins styrk og þessi kona hafði hef ég ekki kynnst - styrkurinn og einlægning var engu lík.
Ég votta börnum hennar og fjölskyldu samúðarkveðjur.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Forsetaspjall
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún Ásta, vinkona okkar hjóna, er engum lík. Þú ert ekki sá eini sem hún hefur bjargað með sama vandamál. Hef heyrt af fleiri tilfellum. Sjáumst sprækir í sumar að Hlíðarenda.
Davíð Örn Ólafsson, 30.5.2007 kl. 23:06
Verð að leiðrétta smá, hún var engum lík
Davíð Örn Ólafsson, 30.5.2007 kl. 23:09
sæll, má ég spyrja þig .. hvað heitir þessi tiltekni ristilsjúkdómur ?
kveðja, Vala
Vala (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 16:09
Colitis Ulcerosa
Jón Forseti, 6.6.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.