Kosningar og reglur.....

Já ég er enn að spekúlera í þessu með kosningarnar - Ómar Ragnarsson hefur komið ítrekað fram og kvartað yfir því kerfi sem að er í gildi núna þegar þingmenn eru kosnir inná þing....

Ég get svo sem verið sammála um það að eitthvað þarf að hrista upp í kerfinu sjálfu og reyna finna einhverja réttlátari lausn og eftir viðtölum að dæma við forsvarsmenn flokkanna þá virðist vera sátt um það að nú þurfi að breyta.

Það er mikið talað þessa dagana eins og þetta hafi alfarið bitnað á stjórnarandstöðunni en svo er nú ekki.....Sigurður Kári þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur réttilega að þessu í bloggi sínu í dag...

Úrslit alþingiskosninganna í einstökum kjördæmum varpar ljósi á nauðsyn þess að kosningakerfið sem unnið er eftir verði tekið til endurskoðunar.

Þetta kemur fram með hvað skýrustum hætti þegar skoðað er hvaða þingmenn náðu kjöru í Reykjavíkurkjördæmi-norður.

"Í kosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 36,4% greiddra atkvæða og 4 þingmenn kjördæmakjörna.  Samfylkingin hlaut 29,2% greiddra atkvæða eða 7,2% minna en Sjálfstæðisflokkur.  Engu að síður hlýtur Samfylkingin 5 þingmenn í kjördæminu, einum fleiri en Sjálfstæðisflokkur.  Af þessum 5 þingmönnum voru 3 kjördæmakjörnir en 2 hlutu kosningu sem jöfnunarmenn.  Enginn jöfnunarmaður féll Sjálfstæðisflokknum í skaut í kjördæminu.

Þessi niðurstaða er með býsna miklum ólíkindum.  Það er furðulegt að Samfylkingin sem fær mun lakari kosningu en Sjálfstæðisflokkurinn skuli engu að síður fá fleiri þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminu".

Hér er mynd af Sjálfstæðis-goðinu mínu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband