28.4.2007 | 12:30
Deildarmeistarar 2007 ???
Það er ótrúlegt keppnisfyrirkomulagið hjá HSÍ þessa dagana....
Að bjóða uppá "deildarmeistarakeppni" rétt á eftir lok íslandsmótsins ?????
Það eru sjálfsagt margir sem að hugsa að ég sé að skrifa þetta sem særður valsmaður eftir stórt tap í Garðabænum í gærkvöldi - en svo er ekki.
Hvernig á að vera hægt að rífa upp stemmingu hjá nýkrýndum ísl-meisturum fyrir svona "firmamót" ?
Menn eru kannski ekki sammála mér og segja að góð lið eigi alltaf að getað peppað sig upp í alvöru keppni....en það virtist ekki hafa heppnast hjá mínum mönnum í ár frekar en strákunum úr Safamýri í fyrra.
Engumtreysti ég betur í að koma sínu líðið í rétta keppnisformið/keppnisskapið en honum vini mínum Óskari Bjarna hjá Val - og þar sem að ég hef mikla trú á Guðmundi Guðmundssyni sem þjálfara þá lenti hann einnig í þessari aðstöðu í fyrra þegar þáverandi ísl-meistarar "skitu" á sig í undanúrslitum deildarbikarsins....hvað er þá að ? Metnaðarleisi leikmanna eða engin virðing fyrir þessu móti ?
En þetta mót verður með öðru sniði á næsta ári - sem betur fer - þó svo það sé mitt álit að þetta mót eigi bara ekki að eiga sér stað.
Um bloggið
Forsetaspjall
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.