Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kynferðisbrot gegn barnabarni - "dómaraskandall"

 Fyrir fáeinum dögum kom út viðarmikil könnun þar sem að m.a. kom fram að fólkið í landinu ber afskaplega lítið traust til dómstóla.  Það er kannski ekki furða að fólk spyrji sig spurninga þegar það les fréttir af dómi sem kveðinn var upp nú nýverið.....afskaplega furðulegur dómur að mínu mati og allt allt allt of vægur.

 Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn sonardóttur sinni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða foreldrum stúlkunnar, fyrir hennar hönd, 850 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa ítrekað káfað á stúlkunni innan- og utanklæða á tímabilinu frá fyrri hluta árs 2004 til sumars 2006 en þá var stúlkan 10-12 ára.

Maðurinn játaði brot sín að mestum hluta en í dómnum segir, að af gögnum málsins megi ráða, að maðurinn sá ekkert athugavert við hegðun sína fyrr en í viðtölum við sálfræðing eftir að málið hófst.

Við ákvörðun refsingar var m.a. tekið tillit til játningar mannsins og þess að hann er ellilífeyrisþegi.


Hasar í Danmörku

Mótmæli ungmenna í Danmörku

Það er forvitnilegt að fylgjast með fréttum þessa stundina. Óeirðirnar í Danmörku er miklar og dönsku ungmennin fara fram af þvílíkri hörku.  Maður skilur í raun ekki allveg hvað það þarf lítið til þess að svona ólæti brjótist út - eða er þetta kannski ekki "lítil" áðstæða ?

Danska lögreglan virðist vera vel í stakk búinn til þess að takast á við þessi "vandræði", enda vitað að þar fer vel þjálfuð lögregla á ferðinni.  Aðgerðaplan lögreglunnar við að rýma húsið gekk allveg upp að þeirra sögn - en eftirköstin hafa líklega verið mun meiri en þeir gerðu ráð fyrir - enda kannski ekki hægt að gera sér í hugarlund fyrirfram hverjar afleiðingarnar af þessum aðgerðum yrðu.

Hvað ætli myndi heyrast hérna á klakanum ef að lögreglan hér starfaði á jafn áhrifaríkan og kraftmikinn hátt og danska lögreglan ???


Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband