Kosningar og reglur.....

Já ég er enn að spekúlera í þessu með kosningarnar - Ómar Ragnarsson hefur komið ítrekað fram og kvartað yfir því kerfi sem að er í gildi núna þegar þingmenn eru kosnir inná þing....

Ég get svo sem verið sammála um það að eitthvað þarf að hrista upp í kerfinu sjálfu og reyna finna einhverja réttlátari lausn og eftir viðtölum að dæma við forsvarsmenn flokkanna þá virðist vera sátt um það að nú þurfi að breyta.

Það er mikið talað þessa dagana eins og þetta hafi alfarið bitnað á stjórnarandstöðunni en svo er nú ekki.....Sigurður Kári þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur réttilega að þessu í bloggi sínu í dag...

Úrslit alþingiskosninganna í einstökum kjördæmum varpar ljósi á nauðsyn þess að kosningakerfið sem unnið er eftir verði tekið til endurskoðunar.

Þetta kemur fram með hvað skýrustum hætti þegar skoðað er hvaða þingmenn náðu kjöru í Reykjavíkurkjördæmi-norður.

"Í kosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 36,4% greiddra atkvæða og 4 þingmenn kjördæmakjörna.  Samfylkingin hlaut 29,2% greiddra atkvæða eða 7,2% minna en Sjálfstæðisflokkur.  Engu að síður hlýtur Samfylkingin 5 þingmenn í kjördæminu, einum fleiri en Sjálfstæðisflokkur.  Af þessum 5 þingmönnum voru 3 kjördæmakjörnir en 2 hlutu kosningu sem jöfnunarmenn.  Enginn jöfnunarmaður féll Sjálfstæðisflokknum í skaut í kjördæminu.

Þessi niðurstaða er með býsna miklum ólíkindum.  Það er furðulegt að Samfylkingin sem fær mun lakari kosningu en Sjálfstæðisflokkurinn skuli engu að síður fá fleiri þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminu".

Hér er mynd af Sjálfstæðis-goðinu mínu Smile


Hvernig gat Samfylkingin orðið sigurvegari í kosningunum ?

Mig finnst það alltaf jafn skrýtið og spaugilegt þegar ég horfi á kosningarsjónvarpið - kosningu eftir kosningu....það er einhvern vegin þannig að alltaf þegar fomenn og þingmenn hvers stjórnmálaflokks koma í viðtöl þá lýsa þeir alltaf yfir að þeirra flokkur hafi náð undraverðum árangri miðað við hitt og þetta - þrátt fyrir að flokkurinn hafi jafnvel tapað þingmönnum.

Þetta kom fram í sjónvarpinu í nótt ítrekað þegar rætt var við forsvarsmenn Samfylkingarinnar.

Ég á það til að horfa á þetta alltaf sem íþróttamaður - og íþróttamenn fagna ekki sigri þó svo þeir hafi rétt svo tapað leik 0-1   -- tap er tap.

Samfylkingin fagnaði að ná frábærum úrslitum miðað við skoðanakannarnir sem gerðar voru fyrir tveimur vikum - þrátt fyrir það missir flokkurinn tvo þingmenn

íþróttamaðurinn flokkar þetta sem 0-2 TAP 

Einhvernvegin held ég að ríkisstjórnin hefði ekki fagnað sigri hefðu úrslitin orðið eins og skoðanakönnun Capacent sýndi á myndinni hér fyrir neðan rétt fyrir neðan kosningarþ

könnun


Eurovision - austantjaldsþjóðirnar - þulurinn

Jæja þá er eurovision draumurinn úti í enn eitt skiptið....nú er svo komið að ég er að hætta nenna horfa á þetta. Lagið og flutningurinn var landi og þjóð til sóma í dag en naut greinilega ekki mikilla vinsælda hjá þjóðum evrópu.

Það er reyndar skítalykt af þessu öllu þar sem að bara austantjaldsþjóðir komust áfram.....en það þýðir ekkert að svekkja sig á því heldur bara horfa fram á við og finna einhverja lausn til þess að komast áfram næst....´

Ég er með lausnina.....nú þegar landið er orðið hálf fullt af pólverjum og öðrum austantjaldsbúum er þá ekki bara réttast að sjóða saman í eitt band á þeirra vegum og senda þá fyrir okkar hönd að ári ????

Svo verð ég nú líka aðeins að kommentera á þulinn okkar hann Sigmar. Sigmar er í uppáhaldi hjá mér sem sjónvarpsmaður...skemmtilegur og lifandi. En í kvöld náði hann sér alls ekki á strik....gerði lítið úr hverri þjóðinni og flytjandanum hverjum á fætur öðrum...TIL HVERS ?

En það er ljóst að maður fylgist náið með kosningarsjónvarpinu á laugardaginn....maður nennir ekki einhvernvegin að horfa á eurovision án þess að hafa íslendinga þar með í spilunum.

X-D kveðja

Forsetinn


Kona í vesturbænum bannar manni sínum að fá sér mótorhjól....

Það vill svo til að einn af mínum vinum er núna þessa dagana að klára námskeið á vegum lögreglunnar sem gefur honum réttindi til þess að verða "mótorhjólalögga".

Sá hinn sami var í viðtali á mbl.is fyrr í dag - og þar kemur skýrt fram að konan hans bannar honum að fá sér mótorhjól.....maðurinn er heljarmenni, á 180 kg í bekk, ryðst inn í hús þar sem glæpamenn venja komur sínar berst við allan óþjóðalýð landsins.....

EN BUGAST SVO ÞEGAR HEIM ER KOMIÐ - ÞAR SEM KONAN ER "KÓNGURINN" Á HEIMILINU....

Þetta er sjálfsagt eitthvað sem að all margir karlmenn búa við....en að viðurkenna það í fjölmiðlum - ég set spurningarmerki við það :-)

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267831


Besti dagur ársins...

Dagurinn í dag er besti dagur ársins...ekki spurning...

Einn minn allra allra besti vinur er búinn að vera berjast við krabbamein í ansi langan tíma...

Í dag vann hann stóran sigur í baráttunni - vonandi fullnaðarsigur - en hann fékk niðurstöður úr mælingum og tékkum sem tekin voru eftir allar þær lyfja og geislameðferðir sem hann hefur farið í á undanför

Kæri vinur.........til hamingju með þetta...betri fréttir er ekki hægt að fá.


Good morning mr.evening

Já loksins er komið að því.......b.sig er búinn að gefa út sýna fyrstu plötu.

En hver er b.sig....???

b.sig er enginn annar en Bjarki Sigurðsson, ljóshærður hnokki úr Efstasundinu. Bjarki er frábær tónlistarmaður, frábær einstaklingur og bara topp gaur....en nýja platan hans - fyrsta platan hans "good morning mr.evening" er hrikalega góð.... Ljúfir tónar - skemmtilegir textar og bara allveg hrikalega góð plata....

Platan hefur m.a. fengið þessa dóma...

“Hvað er hægt að segja, þetta er FRÁBÆR plata !”

                                                                        -KK

“Það sem skiptir máli við þessa plötu er að örgustu fýlupúkar munu brosa og stífustu staurfætur dilla sér með. Flott lög og spilagleðin skín í gegn og smitar mann um leið. Gæti verið uppgötvun ársins !”

                                                                        -Óttarr Proppé

Platan Good morning, mister Evening, mun fást í verslunum Pennans, Eymundsson og Máls&Menningar um land allt frá og með morgundeginum.

Kíkið á heimasíðuna hans....

bsigmusic.com


Áfram West Ham ...

Einkennilegt hvað þjóðernisstoltið hellist alltaf yfir mann þegar íslendingar taka þátt í einhverju.

Ég er gallharður Man Utd aðdáandi og hef haldið með þeim frá því ég var tólf ára gamall en þá tók ég þá miklu ákvörðun um að Man Utd væri mitt lið í enska boltanum. Sama ár skipti ég reyndar yfir úr Víking í Val - eitt af mínu stærstu gæfusporum í lfíinu "so far"

En núna er maður farinn að fylgjast með West Ham alla daga og vonar virkilega að þeir nái að forða sér frá falli - bara af því að íslendingar tengjast liðinu. Fyrir nokkrum mánuðum hefði mér ekki getað staðið meira á sama hvort West Ham félli um deild eða ekki.....

En svona er þetta nú bara....þannig að ég segi bara áfram West Ham og get einbeitt mér að þeirra málum þar sem að við United menn erum svo til orðnir meistarar.....Smile

427036A


Deildarmeistarar 2007 ???

Það er ótrúlegt keppnisfyrirkomulagið hjá HSÍ þessa dagana....

Að bjóða uppá "deildarmeistarakeppni" rétt á eftir lok íslandsmótsins ?????

Það eru sjálfsagt margir sem að hugsa að ég sé að skrifa þetta sem særður valsmaður eftir stórt tap í Garðabænum í gærkvöldi - en svo er ekki.

Hvernig á að vera hægt að rífa upp stemmingu hjá nýkrýndum ísl-meisturum fyrir svona "firmamót" ?

Menn eru kannski ekki sammála mér og segja að góð lið eigi alltaf að getað peppað sig upp í alvöru keppni....en það virtist ekki hafa heppnast hjá mínum mönnum í ár frekar en strákunum úr Safamýri í fyrra.

Engumtreysti ég betur í að koma sínu líðið í rétta keppnisformið/keppnisskapið en honum vini mínum Óskari Bjarna hjá Val - og þar sem að ég hef mikla trú á Guðmundi Guðmundssyni sem þjálfara þá lenti hann einnig í þessari aðstöðu í fyrra þegar þáverandi ísl-meistarar "skitu" á sig í undanúrslitum deildarbikarsins....hvað er þá að ? Metnaðarleisi leikmanna eða engin virðing fyrir þessu móti ?

En þetta mót verður með öðru sniði á næsta ári - sem betur fer - þó svo það sé mitt álit að þetta mót eigi bara ekki að eiga sér stað.


Ég er guppy-nörd

Já gott fólk ég hef bara ákveðið að viðurkenna það

ÉG ER GUPPY-NÖRD

Hvern hefði grunað það að maður eins og ég myndi forfallast í að rækta guppy fiska ?

Ég veit ekki hvað skal segja en staðreyndin er sú að þetta er orðið eitt af mínum uppáhalds hobbyum....það er eitthvað við þetta sem ekki er hægt að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa áhuga á skrautfiskum - en ég er þó búinn að opinbera mig og get því haldið ótrauður áfram í þessu furðulega áhugamáli mínu...án þess að vera með það í leyni

Smile

hbskyblue


Kynferðisbrot gegn barnabarni - "dómaraskandall"

 Fyrir fáeinum dögum kom út viðarmikil könnun þar sem að m.a. kom fram að fólkið í landinu ber afskaplega lítið traust til dómstóla.  Það er kannski ekki furða að fólk spyrji sig spurninga þegar það les fréttir af dómi sem kveðinn var upp nú nýverið.....afskaplega furðulegur dómur að mínu mati og allt allt allt of vægur.

 Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn sonardóttur sinni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða foreldrum stúlkunnar, fyrir hennar hönd, 850 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa ítrekað káfað á stúlkunni innan- og utanklæða á tímabilinu frá fyrri hluta árs 2004 til sumars 2006 en þá var stúlkan 10-12 ára.

Maðurinn játaði brot sín að mestum hluta en í dómnum segir, að af gögnum málsins megi ráða, að maðurinn sá ekkert athugavert við hegðun sína fyrr en í viðtölum við sálfræðing eftir að málið hófst.

Við ákvörðun refsingar var m.a. tekið tillit til játningar mannsins og þess að hann er ellilífeyrisþegi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband