Við verðum að fara taka okkur taki....

Þegar við lýtum á öll þau umferðaróhöpp og slys svo ekki sé talað um banaslys í umferðinni undanfarin ár.....þá er í raun hörmung að við hugsum ekki okkar mál og "högum" okkur almennilega í umferðinni.

Það er nokkuð ljóst að minni hálfu að gatnakerfið okkar ber ekki þá umferð sem er til staðar í landinu...þar er einnig ljóst að minni hálfu að við höfum allt allt of mikið af umferðarlaga "glæpamönnum" í umferðinni  á Íslandi í dag....

Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og stefna öll að því markmiði að fækka slysum í umferðinni......fækka dauðaslysum.....fækka alvarlegum slysum - þar sem ekki er minnst á þær hörmungar sem blasa við þeim sem að lenda í alvarlegum slysum og fjölskyldum þeirra....

Hægjum á okkur.....verum tillitsöm og skynsöm í umferðinni og slysum fækkar....


mbl.is Umferðarlagabrotum fjölgar; mikil aukning á hraðakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu á tónleika í kvöld

Hljómsveitin B.Sig. heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. B.Sig., sem er hugarfóstur handboltakappans Bjarka Sigurðssonar, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening, sem hefur fengið góðar viðtökur.

 

22:00


EM 2008

Þá er búið að draga í riðla fyrir EM 2008 í handknattleik.... Við lentum í massa erfiðum riðli með Svíum, slóvökum og Frökkum - það er ljóst að þetta verður þungur róður.

Þessi keppni er reyndar sú erfiðasta í heimi og í raun mun sterkari en HM - þar sem að jú allar sterkustu handknattleiksþjóðir heims koma frá evrópu.

Áfram Ísland


Stelpurnar okkar...strákarnir ykkar..

Frábært hjá stelpunum í ísl-landsliðinu - og ekki að spyrja að því þær orðnar "stelpurnar okkar" þar sem að vel gengur - hingað til höfum við landinn varla gefið eitt eða neitt út á á þær....og strákarnir í ísl-landsliðinu...orðnir að engu ???

 

Ásthildur, Katrín og Dóra María fagna einu af 5 mörkum íslenska liðsins í frábærum sigri á Serbíu.<br><em>mbl.is/Árni Sæberg</em>


KR - hvað ?

Nú er ég allveg hættur að skilja þetta með gengi KR-inga í sumar ????

Liðið virðist spila "ágætlega"  -  skorar ekki og tapar leik eftir leik eftir leik....

Hvað fær Teitur eiginlega langan séns með liðið ? Þetta fer að verða ísl-met þ.e.a.s að hann fái að halda áfram með liðið - flest lið hefðu verið búin að reka flest þjálfar í þessari stöðu.

En KR-ingar fá plús í kladdann hjá mér fyrir að standa með sínum manni - fram í rauðan dauðann

mynd


Bifhjólamenn og ofsaakstur...

Flott mál ef að bifhjólamenn ætla taka sig saman og spyrna við ofsaakstri á götum borgarinnar / landsins. Eftir að hafa lesis á spjallborðum undanfarna daga þá er ljóst að umræðan þar var á villugötum - þar sem að allt snérist um að stinga lögreglu af - sleppa við að borga sektir og umræðan algerlega siðlaus að mínu mati.

Hinsvegar er ég allveg sammála bifhjólamönnum að það verði að setja upp "braut" hið fyrsta þannig að menn geti fengið að þeysa um á fákum sínum á þar til gerðum stöðum....


mbl.is Fordæma hraðakstur bifhjólamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég lúði ?

Annar bíllinn minn bilaði fyrir tveimur mánuðum...ég reyndi og reyndi að koma honum í gang en ekkert gekk....dró hann loks á verkstæði þar sem að Halli viðgerðarmaður og Brandur tengdafaðir Urriðans settu disel-olíu á bílinn og bíllinn strax í gang.....ehhehehehe

Nú þá hlýtur maður að hugsa hvort ég sé lúði eða ekki ????

Sem betur fer sá ég svo í dag að það er eitthvað "fuck" á bensínmælinum þannig að það er einhver smá glæta fyrir mig að kjafta mig út úr þessu....


b.sig - útgáfutónleikar....

Skellti mér í kvöld á útgáfutónleika hjá b.sig þar sem að hann fór vítt og breitt yfir nýju plötuna sína (fyrstu plötuna sína) Good morning mr.evening....ég hef bloggað áður um þessa plötu og hann Bjarka og ætlaði að láta staðar numið þar.....en eftir tónleikana í kvöld er ég enn og aftur yfir mig heillaður af stráksa "syni mínum" eins og ég kalla hann Smile

Þið bara verðið að sæka ykkur eintak af plötunni hans.....bara í næstu verslun Pennans...þið verðið ekki svikinn.....

Forsetinn segir:Bjarki til lukku með frábæra tónleika....ég vil eignast ársmiða á tónleika hjá þér...


Aukaæfingin skapar meistarann ?????

Logi Geirsson sagði fyrir HM í handbolta að aukaæfingin skapaði meistarann - þetta er eitthvað sem að ég hef alltaf haft trú á - æfa -æfa og æfa ...og árangurinn skilar sér....en nú eru komin spurningarmerki í kollinn hjá mér ???????

KR-ingar hafa æft eins og ands....og ekkert gengur

Ætli aukaæfingin skili engu ?

 


Næsta síða »

Um bloggið

Forsetaspjall

Höfundur

Jón Forseti
Jón Forseti

Hér viðrar Forseti Urriðans skoðanir sínar ásamt því að koma inná daglegt amstur Forsetans sjálfs.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...44_0_192425

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband